Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp mun ekki fara nema hann verði rekinn
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann muni ekki yfirgefa félagið nema hann sé neyddur til þess.

Liverpool steinlá 3-0 gegn Brighton um helgina en liðið fær ekki mikinn tíma til að sleikja sárin. Það er leikur gegn Úlfunum í FA-bikarnum í kvöld.

Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool á tímabilinu og er liðið í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Klopp, sem hefur gert frábæra hluti með Liverpool á tíma sínum hjá félaginu, er hins vegar ekki á förum nema hann verði rekinn.

„Ég fer ekki nema einhver segi mér að fara," segir Klopp. „Við verðum að spila betri fótbolta núna."

Leikur Liverpool og Wolves er í kvöld klukkan 19:45.

Sjá einnig:
„Nógu slæmt að tapa, að hitta ykkur gerir lífið ekki betra“
Athugasemdir
banner
banner
banner