Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 16. janúar 2023 14:02
Elvar Geir Magnússon
„Nógu slæmt að tapa, að hitta ykkur gerir lífið ekki betra“
Klopp sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.
Klopp sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool steinlá 3-0 gegn Brighton um helgina en liðið fær ekki mikinn tíma til að sleikja sárin. Næsti leikur Liverpool er strax á morgun, bikarleikur gegn Úlfunum á útivelli.

Á fréttamannafundi í dag var Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fyrst spurður út í tapið gegn Brighton.

„Það er nógu slæmt að tapa leiknum með þessum hætti, að þurfa að hitta ykkur fjölmiðlamenn gerir lífið ekki betra! Það er mjög erfitt að gefa svör núna, sérstaklega að segja það sem fólk vill heyra. Næsti leikur er handan við hornið og við erum að búa okkur undir hann," sagði Klopp.

„Við erum ekki í felum. Of oft á þessu tímabili hefur liðið verið langt frá sínu besta. Við getum ekki breytt því sem er liðið en við þurfum að fara í gang."

Um hvort hann hafi trú á núverandi leikmannahópi og um áætlanir á leikmannamarkaðnum:

„Við horfum líka út á við. Það er ekki þannig að við séum þrjóskir á leikmannamarkaðnum heldur snýst þetta um hvað maður getur gert. Þetta er eins á hverju ári," segir Klopp.

„Ef að lausnirnar eru þarna úti, raunhæfar og lausar, þá kaupum við auðvitað leikmenn. Hópurinn sem við höfum er ekki að spila eins vel og hann getur en ég get ekki kennt öllum öðrum um. Ég þarf að taka ábyrgð."

Darwin Nunez er tæpur fyrir leikinn á morgun, Klopp segir að úrúgvæski sóknarmaðurinn sé nálægt endurkomu en bendir á að leikurinn sé strax á morgun. James Milner og Stefan Bajcetic eru klárir í slaginn að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner