Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gekk af velli og fékk 10 í einkunn
Moussa Marega.
Moussa Marega.
Mynd: Getty Images
Moussa Marega, sóknarmaður Porto, skoraði sigurmarkið og gekk svo af velli út af meintum kynþáttafordómum í leik gegn Vitoria SC í portúgölsku úrvalsdeildinni í gær.

Marega fagnaði marki sínu á 60. mínútu með því að hlaupa að stuðningsmönnum heimaliðsins og benda á hörundslit sinn. Það veikti reiði stuðningsmanna Vitoria og köstuðu þeir alls konar hlutum að Marega.

Á 68. mínútu þurfti að stöðva leikinn þar sem Marega ætlaði sér að ganga af velli. Liðsfélagar hans reyndu að róa hann og koma í veg fyrir að hann myndi fara út af en tókst það ekki.

Viðbrögð portúgalskra fjölmiðla hafa verið á þá leið að þeir hrósa Marega gríðarlega fyrir að hafa gengið af velli.

A Bola gaf honum fullkomna einkunn, 10, fyrir leikinn. Aðrir fjölmiðlar hafa líka sýnt leikmanninum stuðning.

Þá hafa Sergio Conceicao stjóri Porto og markvörðurinn Iker Casillas sýnt Marega stuðning á samfélagsmiðlum.

Sjálfur skrifaði Marega skilaboð á Instagram:

„Til þessara fávita sem fara á völlinn til að öskra kynþáttaníð, fokkið ykkur. Ég er líka þakklátur dómaranum fyrir að verja mig ekki og gefa mér gult spjald fyrir að verja húðlit minn. Ég vonast til að sjá þig aldrei aftur á vellinum. Þú ert til skammar,"


Athugasemdir
banner
banner
banner