Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 17. mars 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Flamengo með kórónaveiruna
Jorge Jesus, þjálfari Flamengo í Brasilíu, hefur greinst með kórónaveiruna.

Flamengo hefur í kjölfarið aflýst öllum æfingum vikunnar og sent leikmenn sína í skoðun hjá læknum.

Hinn 65 ára gamli Jesus greindist með veiruna í gær.

Hann hafði um síðustu helgi kallað eftir því að leikjum í Brasilíu yrði frestað vegna veirunnar.

Jesus hefur áður stýrt liðum eins og Benfica, Sporting Lisbon og Braga á ferli sínum.
Athugasemdir
banner