Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 17. mars 2021 19:58
Aksentije Milisic
Spánn: En-Nesyri heldur áfram að skora fyrir Sevilla
Sevilla 2 - 0 Elche
1-0 Youssef En-Nesyri ('43 )
2-0 Franco Vazquez ('90 )

Sevilla mætti Elche í spænsku deildinni í kvöld og var um skyldusigur að ræða fyrir Sevilla.

Elche er í mikillri fallbaráttu á meðan Sevilla er í fjórða sæti deildarinnar.

Heimamenn unnu góðan 2-0 sigur en Youssef En-Nesyri kom Sevilla á bragðið á 43. mínútu. Hann hefur átt mjög gott tímabil og hefur verið duglegur að skora að undanförnu.

Franco Vazquez kláraði leikinn fyrir heimamenn á 90. mínútu og er liðið nú þremur stigum á eftir Real Madrid sem í þriðja sæti deildarinnar.

Elche er einu stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner