
Njarðvík tilkynnti í dag að Þorsteinn Örn Bernharðsson hefði framlengt samning sinn við félagið út komandi tímabil. Hann hafði verið samningslaus í vetur.
Þorsteinn gekk fyrst í raðir Njarðvíkur fyrir tímabilið 2023 og spilaði þá 19 leiki í Lengjudeildinni en samtals á hann að baki 24 leiki fyrir félagið.
Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en í tilkynningu Njarðvíkur er sagt að hann sé að ná sér og er fótboltadeildin spennt að sjá hann aftur í grænu treyjunni í sumar.
Þorsteinn gekk fyrst í raðir Njarðvíkur fyrir tímabilið 2023 og spilaði þá 19 leiki í Lengjudeildinni en samtals á hann að baki 24 leiki fyrir félagið.
Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en í tilkynningu Njarðvíkur er sagt að hann sé að ná sér og er fótboltadeildin spennt að sjá hann aftur í grænu treyjunni í sumar.
Þorsteinn er 25 ára vinstri bakvörður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með KR. Hann hefur einnig verið hjá Þrótti, Haukum, KV og HK.
„Steini sleit krossband á undirbúningstímabilinu í fyrra. Hann slítur á samningsári, er að koma til baka og hefur verið að æfa aðeins með okkur. Ég veit ekki alveg hvað hann vill gera sjálfur, hann á smá í land. Hann er flottur leikmaður, frábær strákur og flottur karakter. Það er spurning hvað hann vill gera sjálfur," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, í viðtali við Fótbolta.net fyrir rúmum mánuði síðan.
Athugasemdir