Stefán Árni Geirsson var ekki í leikmannahópi KR sem tók á móti Keflavík á laugardag. Hann var ónotaður varamaður í fyrstu umferðinni gegn KA og hefur því ekki komið við sögu á Íslandsmótinu til þessa.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Stefán í viðtali eftir leikinn.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Stefán í viðtali eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 KR
„Stefán fór í sprautumeðferð í gær (föstudag) og er í smá prógrami núna til að reyna finna hvað er að. Hann tognaði lítillega í janúar og hefur verið frá síðan, búinn að vera æfa fullt með okkur og spilað leiki en finnur alltaf eitthvað og við erum að reyna finna leiðir til að koma í veg fyrir þetta. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur í viðbót. Vonandi fáum við eftir viku að vita hvernig það gekk," sagði Rúnar.
Stefán er 22 ára framsækinn miðjumaður/kantmaður sem hefur skorað sex mörk í 52 leikjum fyrir KR í efstu deild. Hann á að baki fjórtán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af fjóra fyrir U21. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk í sautján deildarleikjum.
Grétar Snær Gunnarsson glímir einnig við meiðsli og þá var Aron Þórður Albertsson á bekknum gegn Keflavík þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli.
Framundan er bikarleikur gegn Þrótti Vogum á miðvikudag. „Það er alveg mögulegt að maður leyfi einhverjum að spila til að fá ferskar lappir inn í liðið okkar. Það er ágætt að hreyfa menn og leyfa öllum að fá tækifæri. Við munum eitthvað hreyfa liðið en kannski ekki alltof mikið," sagði Rúnar í viðtalinu.
Athugasemdir