Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Iordanescu: Þetta er sálarkynslóð Rúmeníu
Mynd: EPA
Edward Iordanescu var í sjöunda himni eftir glæsilegan 3-0 sigur Rúmeníu gegn Úkraínu í fyrstu umferð Evrópumótsins. Úkraína hafði unnið síðustu þrjár innbyrðisviðureignir þjóðanna, allar í æfingaleikjum, og Rúmenar ekki haft betur í þessum nágrannaslag síðan 2003.

Fyrirliðinn Nicolae Stanciu skoraði glæsimark til að taka forystuna fyrir Rúmeníu og bættu Razvan Marin og Denis Dragus við mörkum til að innsigla frækinn sigur.

„Þetta er ótrúlegt afrek. Mér leið eins og ég væri að finna þessar tilfinningar í fyrsta sinn. Ég missti stjórnar á sjálfum mér. Takk fyrir stuðninginn!" sagði tilfinningaríkur Iordanescu að leikslokum, en hann fagnaði dátt eftir sigurinn.

„Þessi leikmannahópur er með risastórt hjarta og sál. Ég man ekki eftir neinu rúmensku landsliði með svona mikla sál. Við höfum áður átt mjög sterk landslið með hæfileikaríkum einstaklingum en þeir höfðu ekki sömu sál og þessir strákar. Þetta er sálarkynslóð Rúmeníu."

Þetta er aðeins annar sigur Rúmeníu frá upphafi EM og er liðið þá búið að sigra 2 af 17 leikjum sínum á lokamótinu.

Rúmenar eiga gríðarlega erfiðan leik við Belgíu á laugardaginn áður en þeir spila við Slóvakíu í lokaumferðinni.

„Ég vil þakka öllum Rúmenum allsstaðar í heiminum. Ég veit að þeir voru með okkur í anda í dag. Ég er með stórkostlegt lið sem getur náð langt."
Athugasemdir
banner
banner
banner