Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ladislav Krejci fyrstu kaup sumarsins hjá Girona (Staðfest)
Mynd: EPA
Girona var spútnik lið síðustu leiktíðar í spænsku deildinni og er þegar búið að krækja sér í einn leikmann í byrjun sumars.

Sá heitir Ladislav Krejci og kemur til Girona úr röðum Sparta Prag í heimalandi sínu, Tékklandi.

Krejci er 25 ára gamall og leikur sem miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem varnartengiliður eða miðjumaður.

Hann skrifar undir fimm ára samning við Girona, sem borgar um 12 milljónir evra fyrir.

Krejci hefur verið lykilmaður í liði Sparta Prag síðustu fimm ár og þá hefur hann verið algjör lykilmaður upp öll yngri landslið Tékka, þar sem hann á 46 leiki að baki fyrir unglingaliðin.

Varnarjaxlinn er afar markheppinn, þar sem hann á 44 mörk í 144 leikjum fyrir Sparta Prag. Þá skoraði Krejci 5 mörk í 12 leikum með U21 landsliði Tékka og á hann nú þegar 2 mörk eftir 7 fyrstu A-landsleikina.


Athugasemdir
banner
banner
banner