Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 17. júlí 2022 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Harpa Þorsteins: Eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona og Íslandsmeistari með Stjörnunni á sínum tíma, er mætt til Englands til að fjalla um íslenska landsliðið á RÚV. Íslenska liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins á morgun og fer sá leikur fram í Rotherham.

Liðið æfði á New York Stadium í Rotherham í dag og fékk Fótbolti.net Hörpu á láni í eitt stykki viðtal um komandi leik.

„Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég held að þetta verði spennandi leikur," sagði Harpa.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann myndi koma fréttamönnum á óvart á morgun. Harpa var spurð út í þau ummæli Steina.

„Í orðabókinni hans Steina þá gæti það að koma á óvart þýtt að hann geri tvær breytingar," sagði Harpa og brosti.

„Hann gæti hvílt Hallberu, hún er búin að spila tvo leiki. Hann gæti sett Sif aftur inn og gæti reynt að breyta miðjunni eitthvað aðeins. Það er eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa."

Harpa heldur að allt geti gerst á morgun. „Ef við einbeitum okkur að okkur, ekki þeirra liði eða hitanum eða þess háttar. Ef við einbeitum okkur að því að spila góðan varnarleik og að halda aftur af þeirra sóknarmönnum þá getum við alltaf skorað mark."

Hörpu var stillt upp við vegg og spurð hvernig leikurinn á morgun færi.

„Ég ætla segja 1-0 fyrir Íslandi," sagði Harpa að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikurinn á morgun byrjar klukkan 19:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner