Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 17. júlí 2022 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Harpa Þorsteins: Eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona og Íslandsmeistari með Stjörnunni á sínum tíma, er mætt til Englands til að fjalla um íslenska landsliðið á RÚV. Íslenska liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins á morgun og fer sá leikur fram í Rotherham.

Liðið æfði á New York Stadium í Rotherham í dag og fékk Fótbolti.net Hörpu á láni í eitt stykki viðtal um komandi leik.

„Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég held að þetta verði spennandi leikur," sagði Harpa.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann myndi koma fréttamönnum á óvart á morgun. Harpa var spurð út í þau ummæli Steina.

„Í orðabókinni hans Steina þá gæti það að koma á óvart þýtt að hann geri tvær breytingar," sagði Harpa og brosti.

„Hann gæti hvílt Hallberu, hún er búin að spila tvo leiki. Hann gæti sett Sif aftur inn og gæti reynt að breyta miðjunni eitthvað aðeins. Það er eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa."

Harpa heldur að allt geti gerst á morgun. „Ef við einbeitum okkur að okkur, ekki þeirra liði eða hitanum eða þess háttar. Ef við einbeitum okkur að því að spila góðan varnarleik og að halda aftur af þeirra sóknarmönnum þá getum við alltaf skorað mark."

Hörpu var stillt upp við vegg og spurð hvernig leikurinn á morgun færi.

„Ég ætla segja 1-0 fyrir Íslandi," sagði Harpa að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikurinn á morgun byrjar klukkan 19:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner