Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 17. júlí 2022 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Harpa Þorsteins: Eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona og Íslandsmeistari með Stjörnunni á sínum tíma, er mætt til Englands til að fjalla um íslenska landsliðið á RÚV. Íslenska liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins á morgun og fer sá leikur fram í Rotherham.

Liðið æfði á New York Stadium í Rotherham í dag og fékk Fótbolti.net Hörpu á láni í eitt stykki viðtal um komandi leik.

„Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég held að þetta verði spennandi leikur," sagði Harpa.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann myndi koma fréttamönnum á óvart á morgun. Harpa var spurð út í þau ummæli Steina.

„Í orðabókinni hans Steina þá gæti það að koma á óvart þýtt að hann geri tvær breytingar," sagði Harpa og brosti.

„Hann gæti hvílt Hallberu, hún er búin að spila tvo leiki. Hann gæti sett Sif aftur inn og gæti reynt að breyta miðjunni eitthvað aðeins. Það er eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa."

Harpa heldur að allt geti gerst á morgun. „Ef við einbeitum okkur að okkur, ekki þeirra liði eða hitanum eða þess háttar. Ef við einbeitum okkur að því að spila góðan varnarleik og að halda aftur af þeirra sóknarmönnum þá getum við alltaf skorað mark."

Hörpu var stillt upp við vegg og spurð hvernig leikurinn á morgun færi.

„Ég ætla segja 1-0 fyrir Íslandi," sagði Harpa að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikurinn á morgun byrjar klukkan 19:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner