Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 17. júlí 2022 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Harpa Þorsteins: Eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona og Íslandsmeistari með Stjörnunni á sínum tíma, er mætt til Englands til að fjalla um íslenska landsliðið á RÚV. Íslenska liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins á morgun og fer sá leikur fram í Rotherham.

Liðið æfði á New York Stadium í Rotherham í dag og fékk Fótbolti.net Hörpu á láni í eitt stykki viðtal um komandi leik.

„Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég held að þetta verði spennandi leikur," sagði Harpa.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann myndi koma fréttamönnum á óvart á morgun. Harpa var spurð út í þau ummæli Steina.

„Í orðabókinni hans Steina þá gæti það að koma á óvart þýtt að hann geri tvær breytingar," sagði Harpa og brosti.

„Hann gæti hvílt Hallberu, hún er búin að spila tvo leiki. Hann gæti sett Sif aftur inn og gæti reynt að breyta miðjunni eitthvað aðeins. Það er eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa."

Harpa heldur að allt geti gerst á morgun. „Ef við einbeitum okkur að okkur, ekki þeirra liði eða hitanum eða þess háttar. Ef við einbeitum okkur að því að spila góðan varnarleik og að halda aftur af þeirra sóknarmönnum þá getum við alltaf skorað mark."

Hörpu var stillt upp við vegg og spurð hvernig leikurinn á morgun færi.

„Ég ætla segja 1-0 fyrir Íslandi," sagði Harpa að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikurinn á morgun byrjar klukkan 19:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner