Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   sun 17. júlí 2022 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Harpa Þorsteins: Eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona og Íslandsmeistari með Stjörnunni á sínum tíma, er mætt til Englands til að fjalla um íslenska landsliðið á RÚV. Íslenska liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins á morgun og fer sá leikur fram í Rotherham.

Liðið æfði á New York Stadium í Rotherham í dag og fékk Fótbolti.net Hörpu á láni í eitt stykki viðtal um komandi leik.

„Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég held að þetta verði spennandi leikur," sagði Harpa.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann myndi koma fréttamönnum á óvart á morgun. Harpa var spurð út í þau ummæli Steina.

„Í orðabókinni hans Steina þá gæti það að koma á óvart þýtt að hann geri tvær breytingar," sagði Harpa og brosti.

„Hann gæti hvílt Hallberu, hún er búin að spila tvo leiki. Hann gæti sett Sif aftur inn og gæti reynt að breyta miðjunni eitthvað aðeins. Það er eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa."

Harpa heldur að allt geti gerst á morgun. „Ef við einbeitum okkur að okkur, ekki þeirra liði eða hitanum eða þess háttar. Ef við einbeitum okkur að því að spila góðan varnarleik og að halda aftur af þeirra sóknarmönnum þá getum við alltaf skorað mark."

Hörpu var stillt upp við vegg og spurð hvernig leikurinn á morgun færi.

„Ég ætla segja 1-0 fyrir Íslandi," sagði Harpa að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikurinn á morgun byrjar klukkan 19:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner