Breiðablik tilkynnti í dag að eftir að yfirstandandi tímabili lýkur þá muni Alexander Helgi Sigurðarson yfirgefa félagið og leita annað.
„Er það niðurstaða samtala milli hans og Breiðabliks að endurnýja ekki núgildandi samning," segir í tilkynningu Breiðabliks.
„Er það niðurstaða samtala milli hans og Breiðabliks að endurnýja ekki núgildandi samning," segir í tilkynningu Breiðabliks.
Alexander er einn af fjölmörgum leikmönnum Breiðabliks sem verða samningslausir í lok tímabils.
Alexander er uppalinn Bliki og hefur alls leikið 109 leiki fyrir félagið. Fyrsta leikinn lék hann árið 2016 „og hefur glatt stuðningsmenn og áhorfendur með færni sinni og keppnisskapi."
Alexander er 28 ára miðjumaður sem fór á sínum tíma til AZ og var í akademíu hollenska félagisns. Hann hefur auk þess leikið með Víkingi Ólafsvík og sænska liðinu Vasalund á sínum ferli. Á sínum tíma lék hann átján leiki fyrir yngri landsliðin.
Samningslausir Blikar eftir tímabilið
Breiðablik:
Damir Muminovic (1990) - 16.10
Alexander Helgi Sigurðarson (1996) - 16.11
Andri Rafn Yeoman (1992) - 16.11
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (1986) - 16.11
Brynjar Atli Bragason (2000) - 17.11
Oliver Sigurjónsson (1995) - 16.11
Benjamin Stokke (1990) - 31.12
Kristinn Jónsson (1990) - 31.12
Kristófer Ingi Kristinsson (1999) - 31.12
Athugasemdir