Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 15:40
Elvar Geir Magnússon
Jakob Gunnar í KR (Staðfest) - Klárar tímabilið með Völsungi
Jakob Gunnar er mættur í KR treyjuna.
Jakob Gunnar er mættur í KR treyjuna.
Mynd: KR
Hinn sautján ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR og gengur til liðs við félagið að loknu yfirstandandi tímabili.

Hann mun klára tímabilið með Völsungi þar sem hann hefur vakið gríðarlega athygli og er markahæstur í 2. deildinni með ellefu mörk.

Hann hefur verið mjög eftirsóttur en það voru KR-ingar sem unnu baráttuna um sóknarmanninn efnilega.

Yfirlýsing KR:
Jakob Gunnar Sigurðsson (2007) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2027.

Jakob er mjög efnilegur framherji sem kemur frá Húsavík. Hann hefur spilað 43 meistaraflokksleiki fyrir Völsung og skorað 14 mörk. Í sumar hefur hann spilað 12 leiki fyrir Völsung og skorað í þeim 11 mörk. Hann hefur einnig spilað 6 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Jakob klárar tímabilið fyrir norðan og kemur svo í Vesturbæinn eftir tímabil.

Við erum mjög stolt að KR varð fyrir valinu og hlökkum til að sjá hann blómstra í KR treyjunni.



Athugasemdir
banner
banner