Miðjumaðurinn efnilegi Joao Neves vill skipta til franska stórveldisins Paris Saint-Germain í sumar.
PSG hefur mikinn áhuga á Neves og er hann efstur á óskalistanum, en vandamálið er að Benfica ætlar ekki að veita neinn afslátt á ungstirninu sínu.
Neves er með 120 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum við Benfica og neitar félagið að selja hann fyrir lægri upphæð.
Neves er 19 ára gamall og spilar sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann er samningsbundinn Benfica næstu fjögur árin og er nú þegar kominn með sæti í ógnarsterku landsliði Portúgal þrátt fyrir ungan aldur.
Ljóst er að PSG þarf að selja leikmenn til að geta keypt Neves án þess að brjóta fjármálareglur UEFA og franska fótboltasambandsins.
Athugasemdir