Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 17. september 2022 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Snær: Í raun og veru er mér alveg skítsama
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er rosalega góð, mér fannst við byrja ekkert sérstaklega en unnum klárlega fyrir þessu. Þegar leið á seinni hálfleikinn fannst mér vera tímaspursmál hvenær við myndum setjann. Það kom og það er það sem ég er fyrst og fremst sáttur með," sagði Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

Jakob skoraði sigurmark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var beðinn um að lýsa augnablikunum í kringum markið.

„Boltinn er á vinstri kantinum, það kemur fyrirgjöf og ég ákveð að lauma mér á fjær - það hefur oft skilað mörkum. Ég fæ bara boltann og set hann inn. Síðan er flaggað en ég var nokkuð rólegur, vildi meina að ég væri ekki fyrir innan. En auðvitað er erfitt fyrir mig að sjá það í leiknum - á eftir að sjá það aftur. Sumir segja að ég hafi mögulega verið eitthvað aðeins fyrir innan en það var flikk frá varnarmanni. Í raun og veru er mér alveg skítsama. Pétur er fullfær um að dæma þetta og hann dæmdi mark. Ég er bara agalega ánægður með stigin þrjú."

Jakob er sáttur með frammistöðuna og síðustu leiki KA.

„Það eru núna fimm leikir eftir, við förum í hvern og einn leik til að klára hann. Vonandi skilar það okkur sem allra lengst og við höfum trú á því."

Eru KA menn að horfa í möguleikann á fyrsta sæti eða er einblínt á Evrópusæti?

„Að sjálfsögðu stefnum við fyrst og fremst á að klára Evrópu sem við klúðruðum í fyrra. En við höfum að sjálfsögðu trú á því að geta farið alla leið. Það er því miður kannski ekki alveg í okkar höndum. Við tökum bara einn leik í einu, hugsum um okkur, sjáum hvert það leiðir okkur. Að sjálfsögðu erum við í toppbaráttu og það væri galið að segja svo væri ekki," sagði Jakob.

Viðtalið við Jakob í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður út í hlutverkið í sumar, breytt hlutverk og skiptin í KA.
Athugasemdir
banner
banner