Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   lau 17. september 2022 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Snær: Í raun og veru er mér alveg skítsama
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er rosalega góð, mér fannst við byrja ekkert sérstaklega en unnum klárlega fyrir þessu. Þegar leið á seinni hálfleikinn fannst mér vera tímaspursmál hvenær við myndum setjann. Það kom og það er það sem ég er fyrst og fremst sáttur með," sagði Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

Jakob skoraði sigurmark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var beðinn um að lýsa augnablikunum í kringum markið.

„Boltinn er á vinstri kantinum, það kemur fyrirgjöf og ég ákveð að lauma mér á fjær - það hefur oft skilað mörkum. Ég fæ bara boltann og set hann inn. Síðan er flaggað en ég var nokkuð rólegur, vildi meina að ég væri ekki fyrir innan. En auðvitað er erfitt fyrir mig að sjá það í leiknum - á eftir að sjá það aftur. Sumir segja að ég hafi mögulega verið eitthvað aðeins fyrir innan en það var flikk frá varnarmanni. Í raun og veru er mér alveg skítsama. Pétur er fullfær um að dæma þetta og hann dæmdi mark. Ég er bara agalega ánægður með stigin þrjú."

Jakob er sáttur með frammistöðuna og síðustu leiki KA.

„Það eru núna fimm leikir eftir, við förum í hvern og einn leik til að klára hann. Vonandi skilar það okkur sem allra lengst og við höfum trú á því."

Eru KA menn að horfa í möguleikann á fyrsta sæti eða er einblínt á Evrópusæti?

„Að sjálfsögðu stefnum við fyrst og fremst á að klára Evrópu sem við klúðruðum í fyrra. En við höfum að sjálfsögðu trú á því að geta farið alla leið. Það er því miður kannski ekki alveg í okkar höndum. Við tökum bara einn leik í einu, hugsum um okkur, sjáum hvert það leiðir okkur. Að sjálfsögðu erum við í toppbaráttu og það væri galið að segja svo væri ekki," sagði Jakob.

Viðtalið við Jakob í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður út í hlutverkið í sumar, breytt hlutverk og skiptin í KA.
Athugasemdir
banner