Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Snær: Í raun og veru er mér alveg skítsama
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er rosalega góð, mér fannst við byrja ekkert sérstaklega en unnum klárlega fyrir þessu. Þegar leið á seinni hálfleikinn fannst mér vera tímaspursmál hvenær við myndum setjann. Það kom og það er það sem ég er fyrst og fremst sáttur með," sagði Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

Jakob skoraði sigurmark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var beðinn um að lýsa augnablikunum í kringum markið.

„Boltinn er á vinstri kantinum, það kemur fyrirgjöf og ég ákveð að lauma mér á fjær - það hefur oft skilað mörkum. Ég fæ bara boltann og set hann inn. Síðan er flaggað en ég var nokkuð rólegur, vildi meina að ég væri ekki fyrir innan. En auðvitað er erfitt fyrir mig að sjá það í leiknum - á eftir að sjá það aftur. Sumir segja að ég hafi mögulega verið eitthvað aðeins fyrir innan en það var flikk frá varnarmanni. Í raun og veru er mér alveg skítsama. Pétur er fullfær um að dæma þetta og hann dæmdi mark. Ég er bara agalega ánægður með stigin þrjú."

Jakob er sáttur með frammistöðuna og síðustu leiki KA.

„Það eru núna fimm leikir eftir, við förum í hvern og einn leik til að klára hann. Vonandi skilar það okkur sem allra lengst og við höfum trú á því."

Eru KA menn að horfa í möguleikann á fyrsta sæti eða er einblínt á Evrópusæti?

„Að sjálfsögðu stefnum við fyrst og fremst á að klára Evrópu sem við klúðruðum í fyrra. En við höfum að sjálfsögðu trú á því að geta farið alla leið. Það er því miður kannski ekki alveg í okkar höndum. Við tökum bara einn leik í einu, hugsum um okkur, sjáum hvert það leiðir okkur. Að sjálfsögðu erum við í toppbaráttu og það væri galið að segja svo væri ekki," sagði Jakob.

Viðtalið við Jakob í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður út í hlutverkið í sumar, breytt hlutverk og skiptin í KA.
Athugasemdir
banner