Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 17. september 2022 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Snær: Í raun og veru er mér alveg skítsama
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er rosalega góð, mér fannst við byrja ekkert sérstaklega en unnum klárlega fyrir þessu. Þegar leið á seinni hálfleikinn fannst mér vera tímaspursmál hvenær við myndum setjann. Það kom og það er það sem ég er fyrst og fremst sáttur með," sagði Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

Jakob skoraði sigurmark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var beðinn um að lýsa augnablikunum í kringum markið.

„Boltinn er á vinstri kantinum, það kemur fyrirgjöf og ég ákveð að lauma mér á fjær - það hefur oft skilað mörkum. Ég fæ bara boltann og set hann inn. Síðan er flaggað en ég var nokkuð rólegur, vildi meina að ég væri ekki fyrir innan. En auðvitað er erfitt fyrir mig að sjá það í leiknum - á eftir að sjá það aftur. Sumir segja að ég hafi mögulega verið eitthvað aðeins fyrir innan en það var flikk frá varnarmanni. Í raun og veru er mér alveg skítsama. Pétur er fullfær um að dæma þetta og hann dæmdi mark. Ég er bara agalega ánægður með stigin þrjú."

Jakob er sáttur með frammistöðuna og síðustu leiki KA.

„Það eru núna fimm leikir eftir, við förum í hvern og einn leik til að klára hann. Vonandi skilar það okkur sem allra lengst og við höfum trú á því."

Eru KA menn að horfa í möguleikann á fyrsta sæti eða er einblínt á Evrópusæti?

„Að sjálfsögðu stefnum við fyrst og fremst á að klára Evrópu sem við klúðruðum í fyrra. En við höfum að sjálfsögðu trú á því að geta farið alla leið. Það er því miður kannski ekki alveg í okkar höndum. Við tökum bara einn leik í einu, hugsum um okkur, sjáum hvert það leiðir okkur. Að sjálfsögðu erum við í toppbaráttu og það væri galið að segja svo væri ekki," sagði Jakob.

Viðtalið við Jakob í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður út í hlutverkið í sumar, breytt hlutverk og skiptin í KA.
Athugasemdir
banner
banner