Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 17. september 2022 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Snær: Í raun og veru er mér alveg skítsama
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Skoraði sigurmarkið, ekki það fyrsta í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er rosalega góð, mér fannst við byrja ekkert sérstaklega en unnum klárlega fyrir þessu. Þegar leið á seinni hálfleikinn fannst mér vera tímaspursmál hvenær við myndum setjann. Það kom og það er það sem ég er fyrst og fremst sáttur með," sagði Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

Jakob skoraði sigurmark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var beðinn um að lýsa augnablikunum í kringum markið.

„Boltinn er á vinstri kantinum, það kemur fyrirgjöf og ég ákveð að lauma mér á fjær - það hefur oft skilað mörkum. Ég fæ bara boltann og set hann inn. Síðan er flaggað en ég var nokkuð rólegur, vildi meina að ég væri ekki fyrir innan. En auðvitað er erfitt fyrir mig að sjá það í leiknum - á eftir að sjá það aftur. Sumir segja að ég hafi mögulega verið eitthvað aðeins fyrir innan en það var flikk frá varnarmanni. Í raun og veru er mér alveg skítsama. Pétur er fullfær um að dæma þetta og hann dæmdi mark. Ég er bara agalega ánægður með stigin þrjú."

Jakob er sáttur með frammistöðuna og síðustu leiki KA.

„Það eru núna fimm leikir eftir, við förum í hvern og einn leik til að klára hann. Vonandi skilar það okkur sem allra lengst og við höfum trú á því."

Eru KA menn að horfa í möguleikann á fyrsta sæti eða er einblínt á Evrópusæti?

„Að sjálfsögðu stefnum við fyrst og fremst á að klára Evrópu sem við klúðruðum í fyrra. En við höfum að sjálfsögðu trú á því að geta farið alla leið. Það er því miður kannski ekki alveg í okkar höndum. Við tökum bara einn leik í einu, hugsum um okkur, sjáum hvert það leiðir okkur. Að sjálfsögðu erum við í toppbaráttu og það væri galið að segja svo væri ekki," sagði Jakob.

Viðtalið við Jakob í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður út í hlutverkið í sumar, breytt hlutverk og skiptin í KA.
Athugasemdir