Mathias Rosenörn átti góðan leik í marki Stjörnunnar þegar liðið sló út Þór í 8-liða úrslitum Mjólkurbikasins í gær. Þórsarar fengu nokkur fín færi en annað hvort hittu ekki rammann eða létu danska markvörðinn verja frá sér.
Stjarnan fékk Rosenörn fyrir tímabilið en hann varði mark Keflavíkur í fyrra. Sá danski hefur varið mark liðsins í bikarleikjunum en Árni Snær Ólafsson hefur varið mark liðsins í Bestu deildinni. Árni átti frábært tímabil í fyrra en hefur ekki verið jafn öflugur í ár.
Í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar hefur liðið fengið á sig níu mörk.
Stjarnan fékk Rosenörn fyrir tímabilið en hann varði mark Keflavíkur í fyrra. Sá danski hefur varið mark liðsins í bikarleikjunum en Árni Snær Ólafsson hefur varið mark liðsins í Bestu deildinni. Árni átti frábært tímabil í fyrra en hefur ekki verið jafn öflugur í ár.
Í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar hefur liðið fengið á sig níu mörk.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 1 Stjarnan
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í viðtali við RÚV eftir leikinn í gær spurður út í markvarðarstöðuna.
„Hann er auðvitað frábær markmaður, einn af bestu markmönnum deildarinnar. Við erum í skrítinni stöðu, erum í raun með tvo aðalmarkmenn. Það er ekkert auðveld staða, sérstaklega ekki fyrir Mathias í augnablikinu. Ég treysti honum fullkomlega í hvaða leik sem er. Hann á eftir að spila fleiri leiki og það er alltaf gaman að sjá hann í liðinu," sagði Jökull.
Rosenörn er þrítugur og setti tímabilið 2022 met í færeysku deildinni þegar hann fékk einungis á sig sjö mörk allt tímabilið.
Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH á þriðjudaginn í Bestu deildinni.
Athugasemdir