Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur yfirgefið Stjörnuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net en samningi hans var rift um mánaðamótin.
Rosenörn gekk í raðir Garðabæjarliðsins fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.
Rosenörn gekk í raðir Garðabæjarliðsins fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.
Rosenörn var varamarkvörður Keflavíkur í Bestu deildinni og lék tvo leiki í deildinni í sumar. Árni Snær Ólafsson lék hina leikina.
Hann var hinsvegar notaður í bikarnum og lék þar fjóra leiki.
Rosenörn er 31 árs og lék með KÍ Klaksvík í Færeyjum áður en hann kom til Íslands.
Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar og ljóst að liðið verður í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir næstu umferð.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir