Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   fim 05. september 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rosenörn farinn frá Stjörnunni
Nablinn spjallar við Rosenörn.
Nablinn spjallar við Rosenörn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur yfirgefið Stjörnuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net en samningi hans var rift um mánaðamótin.

Rosenörn gekk í raðir Garðabæjarliðsins fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Rosenörn var varamarkvörður Keflavíkur í Bestu deildinni og lék tvo leiki í deildinni í sumar. Árni Snær Ólafsson lék hina leikina.

Hann var hinsvegar notaður í bikarnum og lék þar fjóra leiki.

Rosenörn er 31 árs og lék með KÍ Klaksvík í Færeyjum áður en hann kom til Íslands.

Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar og ljóst að liðið verður í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir næstu umferð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner