Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. september 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rosenörn farinn frá Stjörnunni
Nablinn spjallar við Rosenörn.
Nablinn spjallar við Rosenörn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur yfirgefið Stjörnuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net en samningi hans var rift um mánaðamótin.

Rosenörn gekk í raðir Garðabæjarliðsins fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Rosenörn var varamarkvörður Keflavíkur í Bestu deildinni og lék tvo leiki í deildinni í sumar. Árni Snær Ólafsson lék hina leikina.

Hann var hinsvegar notaður í bikarnum og lék þar fjóra leiki.

Rosenörn er 31 árs og lék með KÍ Klaksvík í Færeyjum áður en hann kom til Íslands.

Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar og ljóst að liðið verður í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir næstu umferð.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner