Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 15:30
Aksentije Milisic
Mourinho skýtur á Lazio: Vorkenni UEFA að eyða pening í að senda bikarinn úr borginni
Mynd: EPA

Það fer fram stórleikur í Serie A deildinni á morgun þegar Lazio og AS Roma mætast í Derby della Capitale en gífurlega mikið er undir fyrir bæði lið.


Lazio er í þriðja sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en erkifjendur þeirra í Roma sem sitja í því fimmta. Bæði lið eru því að berjast um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári og það gerir þennan nágrannaslag enn þýðingarmeiri.

Roma komst áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar fyrir helgi en á sama tíma féll Lazio úr leik í Sambandsdeildinni eftir tap gegn AZ Alkmaar. Roma vann Sambandsdeildina í fyrra en eigendur og þjálfarar Lazio höfðu gert lítið úr þeirri keppni.

Lazio endaði svo sjálft í Sambandsdeildinni á þessari leiktíð eftir að það komst ekki upp úr sínum riðli í Evrópudeildinni. Liðið þraukaði ekki lengi í Sambandsdeildinni og féll úr leik í sextán liða úrslitunum.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, verður í leikbanni á morgun en hann er að taka út tveggja leikja bann í deildarkeppninni. Hann var fljótur að skjóta á nágranna sína eftir að ljóst var að það féll úr keppni sem Roma vann á síðustu leiktíð.

„Ég vorkenni UEFA, nú þurfa þeir að eyða pening í það að senda Sambandsbikarinn úr borginni okkar. Hann gat verið áfram í Róm, en núna gæti hann líklega endað í Flórens,” sagði Jose en Fiorentina er enn í keppninni.

Lazio vann síðasta nágrannaslag liðanna í nóvember mánuði í fyrra en þeim leik lauk með einu marki gegn engu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner