
Á fimmtudaginn leikur Ísland fyrri leik sinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikurinn fer fram í Pristina í Kósovó en seinni leikurinn, skráður heimaleikur Íslands, verður spilaður í Murcia.
Það verða Hollendingar sem dæma leikinn en aðaldómari verður Serdar Gözübüyük. sem er af tyrkneskum uppruna.
Hann er 39 ára og dæmir í hollensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann hefur dæmt í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA í vetur. Síðasti landsleikur sem hann dæmdi var Þjóðadeildarleikur Póllands og Portúgals í október.
Það verða Hollendingar sem dæma leikinn en aðaldómari verður Serdar Gözübüyük. sem er af tyrkneskum uppruna.
Hann er 39 ára og dæmir í hollensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann hefur dæmt í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA í vetur. Síðasti landsleikur sem hann dæmdi var Þjóðadeildarleikur Póllands og Portúgals í október.
Kósovó - Ísland
Dómari: Serdar Gözübüyük NED
Aðstoðardómari 1: Erwin E. J. Zeinstra NED
Aðstoðardómari 2: Patrick Inia NED
Fjórði dómari: Joey Kooij NED
VAR dómari: Clay Ruperti NED
Aðstoðar VAR dómari: Erwin Blank.NED
Athugasemdir