Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. maí 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir að fá Botman og Timber
Powerade
Sven Botman í leik með hollenska landsliðinu.
Sven Botman í leik með hollenska landsliðinu.
Mynd: EPA
Jurrien Timber.
Jurrien Timber.
Mynd: EPA
Messi til Inter Miami?
Messi til Inter Miami?
Mynd: EPA
West Ham hefur áhuga á Dennis.
West Ham hefur áhuga á Dennis.
Mynd: EPA
Umtiti til Arsenal?
Umtiti til Arsenal?
Mynd: EPA
Botman, Dembele, Lewandowski, Timber, Messi, Pogba, Dennis og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Manchester United reynir að fá Sven Botman (22), hollenskan miðvörð Lille, sem AC Milan hefur lengi unnið í að fá. (Football Insider)

Jurrien Timber (20), varnarmaður Ajax, er einnig skotmark Manchester United en viðræður eru hafnar milli þessara tveggja félaga um hollenska landsliðsmannsins. (Mirror)

Manchester City mun gera 30 milljóna punda tilboð í spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella (23) hjá Brighton. (Mail)

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að félagið hafi boðið Ousmane Dembele (25) nýjan samning en telur að aðrir valkostir séu að freista hans meira. (Catalunya Radio)

Chelsea er meðal félaga sem hafa áhuga á Dembele en þarf að selja einn af stjörnuleikmönnum sínum til að geta fengið hann. Líklegast er að þýski framherjinn Timo Werner (26) fari annað. (Football.London)

Barcelona hefur sett 35 milljónir punda til hliðar til að reyna að fá Robert Lewandowski (33) frá Bayern München. Börsungar gætu boðið Memphis Depay (28) sem hluta af tilboðinu. (Mundo Deportivo)

Argentínski framherjinn Lionel Messi (34) mun ganga í raðir bandaríska MLS-deildarliðsins Inter Miami 2023 þegar tveggja ára samningur hans við Paris St-Germain rennur út. (Direct TV)

Fólk sem vinnur fyrir Messi segir rangt að það sé frágengið að hann fari til Inter Miami og segja að hann hafi ekki ákveðið hvað hann geri þegar samningurinn við PSG rennur út. (Diario Sport)

Juventus hefur boðið franska miðjumanninum Paul Pogba (29) þriggja ára samning að verðmæti 6,3 milljónum punda á ári. Samningur hans við Manchester United rennur út í sumar. (Goal)

Manchester United, PSG, Real Madrid og Juventus vilja öll fá serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (27) frá Lazio. (Calciomercato)

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt (22) er nálægt því að skrifa undir nýjan samnng við Juventus til 2026. (Sky Sport Italia)

Argentínumaðurinn Angel di Maria (34) hefur samþykkt eins árs samning við Juventus og mun ganga í raðir ítalska félagsins þegar samningur hans við PSG rennur út í sumar. (Goal)

West Ham hefur áhuga á nígeríska sóknarmanninum Emmanuel Dennis (24) frá Watford. Lið Watford er fallið úr úrvalsdeildinni. (Mirror)

Antonio Conte, stjóri Tottenham, gæti snúið sér að Josko Gvardiol (20) hjá RB Leipzig en hann leggu áherslu á að fá miðvörð í sumar. (Express)

Jose Mourinho, stjóri Roma, vill fá Nemanja Matic (33) frá Manchester United en serbneski miðjumaðurinn verður samningslaus í sumar. (Calciomercato)

Enski miðjumaðurinn James Tarkowski (29) mun yfirgefa Burnley þegar samningur hans rennur út í sumar og Newcastle United er í sterkri stöðu til að fá hann. (90 Min)

Arsenal, sem hefur verið orðað Gabriel Jesus (25) hjá Manchester City, mun leggja áherslu á að fá inn sóknarmann í sumar. Félagið mun opna veskið þrátt fyrir að Meistaradeildin verði mögulega ekki niðurstaðan. (Telegraph)

Jesus hefur ekki útilokað að ganga í raðir Arsenal þrátt fyrir að líklegt sé að Arsenal missi af Meistaradeildarsæti. (Metro)

Barcelona hefur ákveðið að hleypa franska varnarmanninum Samuel Umtiti (28) frá félaginu í lok tímabils og Mikel Arteta hefur áhuga á að fá hann til Arsenal. (Star)

Leicester þarf að borga 14 milljónir punda ef félagið ætlar að fá nígeríska vængmanninn Ademola Lookman (24) alfarið frá RB Leipzig í sumar, hann hefur verið hjá Leicester á lánssamningi. (Mail)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill halda Lokkman á félaginu. Hann vill fá inn að minnsta kosti sex leikmenn fyrir næsta tímabil. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner