Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 23:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolti.net bikarinn: Vængir Júpíters unnu KV
Mynd: Aðsend

KV 1 - 3 Vængir Júpiters
0-1 Atli Fannar Hauksson ('52 )
1-1 Ólafur Fjalar Freysson ('59 )
1-2 Patrekur Viktor Jónsson ('67 )
1-3 Bjarki Fannar Arnþórsson ('90 )
Rautt spjald: Patrik Thor Pétursson , KV ('90)


Vængir Júpíters eru komnir áfram í Fótbolti.net bikarnum eftir sigur á KV í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Atli Fannar Hauksson kom Vængjunum yfir snemma í síðari hálfleik.

KV var ekki lengi að svara því en Ólafur Fjalar Freysson skoraði nokkrum mínútum síðar.

Patrekur Viktor Jónsson kom Vængjum Júpíters í forystu og á síðustu mínútu venjulegs leiktíma innsiglaði Bjarki Fannar Arnþórsson sigurinn. Undir lok leiksins fékk Patrik Thor Pétursson leikmaður KV að líta rauða spjaldið.

Ljóst er að Vængirnir, Víkingur Ólafsvík og KFA verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á föstudag. Á morgun klárast 32-liða úrslitin.

Athugasemdir
banner
banner
banner