Adam Ægir Pálsson er að ganga í raðir ítalska félagsins Perugia. Hann er staddur á Ítalíu sem stendur og er allt frágengið fyrir utan tilkynningu frá félögunum.
Ítalska félagið kaupir hann frá Val. Perugia hefur reynt í allt sumar að fá Adam og virðist félaginu hafa tekist að fá hann lausan frá Val.
Ítalska félagið kaupir hann frá Val. Perugia hefur reynt í allt sumar að fá Adam og virðist félaginu hafa tekist að fá hann lausan frá Val.
Perugia er í ítölsku C-deildinni, endaði í 4. sæti B-riðils deildarinnar og fór í 16-liða úrslit umspilsins um sæti í Seríu B á komandi tímabili en féll þar úr leik gegn Carrarese. Perugia var í B-deildinni í fyrra, en féll þá niður í C-deildina.
Adam Ægir er 26 ára kantmaður sem er á sínu öðru tímabili með Val. Hann kom að fjórtán mörkum í deildinni á síðasta tímabili í 20 byrjunarliðsleikjum.
Lið hans, Valur, er þessa stundina að spila gegn Vllaznia í forkeppni Sambansdeildarinnar og er Valur að pakka albanska liðinu saman, staðan 0-3 eftir 40 mínútna leik.
Athugasemdir