Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Yamal tekur gamla treyjunúmerið hans Messi
Mynd: EPA
Undrabarnið Lamine Yamal mun klæðast nýju treyjunúmeri hjá Barcelona á næstu leiktíð, en hann tekur númer sem Lionel Messi klæddist fyrstu árin í Barcelona.

Yamal, sem fagnaði 17 ára afmæli sínu á dögunum, var í úrvalsliði Evrópumótsins er Spánn varð Evrópumeistari síðustu helgi.

Hann sló hvert metið á fætur öðru og tókst að skora eitt ásamt því að leggja upp fjögur.

Yamal klæddist treyju númer 27 á síðustu leiktíð hjá Barcelona en hann verður númer 19 á næsta tímabili, sama númer og hann notaði með landsliði Spánar á EM.

Þar fetar hann í fótspor Messi sem klæddist númerinu í byrjun ferilsins. Hann var númer 19 frá 2005 til 2008 áður en hann tók 'tíuna'.

Messi og Yamal þekkjast ágætlega. Það kom upp á yfirborðið á dögunum að Messi baðaði sex mánaða gamlan Yamal í myndatöku fyrir UNICEF í desember árið 2007, en þeir munu væntanlega hittast aftur þegar Argentína og Spánn mætast í Finalissima leiknum á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner