Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. ágúst 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea rannsakar rasisma í garð Son
Mynd: EPA
Mikið gekk á í grannaslagnum milli Chelsea og Tottenham um helgina.

Nýjustu fregnir segja að Chelsea sé að rannsaka atvik sem átti sér stað í síðari hálfleik.

Það gengur um mynd um netheimana þar sem Heung-Min Son sést vera taka hornspyrnu og í bakrunn sést maður í stúkunni sýna einhverja rasíska tilburði.

Það má búast við því að þessi einstaklingur fái langt bann en Chelsea hefur áður sett stuðningsmann í lífstíðarbann. Árið 2019 var stuðningsmaður Chelsea úrskurðaður í lífstíðarbann frá Stamford Bridge fyrir rasisma gagnvart Raheem Sterling þáverandi leikmanni Man City og núverandi leikmanni Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner