Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 18. september 2021 14:10
Aksentije Milisic
Arsenal hefur ekki boðið Lacazette nýjan samning
Samningur Alexandre Lacazette, framherja Arsenal, rennur út næsta sumar og félagið hefur enn ekki boðið leikmanninum nýjan samning.

Þessi þrítugi Frakki hefur einungis spilað tvo leiki á þessu tímabili og báðir hafa þeir komið af varamannabekknum. Hann kom inn á í 6-0 sigrinum á WBA í deildabikarnum og þar skoraði hann eitt mark.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, neitaði því á dögunum að Lacazette væri ekki í plönum hans. Arteta segir að hann muni spila stóra rullu en félagið hefur hins vegar enn ekki boðið honum nýjan samning.

Arsenal var eitt þeirra liða sem eyddi mestum pening í leikmannakaup í sumar. Liðið keypti Ben White, Martin Odegaard og Aaron Ramsdale svo eitthvað sé nefnt.

Áhugavert verður að sjá hvað gerist með Lacazette en félagið er talið ætla einblína á að styrkja aðrar stöður á vellinum og sleppa því að framlengja við Frakkann.
Athugasemdir
banner