Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   sun 18. október 2020 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma skoraði fimm gegn Benevento
Roma 5 - 2 Benevento
0-1 Gianluca Caprari ('5)
1-1 Pedro ('31)
2-1 Edin Dzeko ('35)
2-2 Gianluca Lapadula ('55)
3-2 Jordan Veretout ('67, víti)
4-2 Edin Dzeko ('78)
5-2 Carles Perez ('89)

AS Roma tók á móti skemmtilegum nýliðum Benevento og úr varð fjörugur leikur þar sem gestirnir tóku forystuna snemma leiks þegar skot Gianluca Caprari fór af varnarmanni og í netið.

Pedro, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, jafnaði fyrir Rómverja og kom Edin Dzeko heimamönnum yfir. Henrikh Mkhitaryan kom knettinum einnig í netið en markið ekki gilt vegna rangstöðu og staðan 2-1 í hálfleik.

Gianluca Lapadula jafnaði eftir leikhlé þegar hann fylgdi eigin vítaspyrnu eftir. Antonio Mirante gerði vel að verja vítaspyrnuna en Lapadula var snöggur að hirða knöttinn aftur.

Jordan Veretout kom Roma yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu áður en Dzeko og Carles Perez gerðu út um leikinn.

Roma er með sjö stig eftir fjórar umferðir. Benevento er með sex stig.

Nýliðar Benevento hafa komið skemmtilega á óvart undir stjórn Filippo Inzaghi.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner
banner