Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. október 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan: Geta ekki einu sinni stöðvað mig núna
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Það er ekki hægt að segja að Zlatan Ibrahimovic hafi verið hógvær eftir sigur AC Milan gegn Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Zlatan skoraði bæði mörk Milan í 2-1 sigri, en hann er enn að sýna lipra takta inn á fótboltavellinum þrátt fyrir að vera 39 ára gamall.

„Ef ég væri í líkamlegu standi á við 20-30 ára gamlan einstakling, þá væri ég óstöðvandi. En hvort sem er, þá geta þeir ekki stöðvað mig núna," sagði Zlatan í viðtali eftir leikinn.

Zlatan er nýbúinn að jafna sig á kórónuveirunni. Hann trúir því að Milan geti unnið ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Eftir sigurinn í gær sagði hann:

„Já, það er möguleiki fyrir okkur að vinna deildina. Sá sem trúir, hann getur gert allt."
Athugasemdir
banner
banner