Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 11:49
Elvar Geir Magnússon
Dramatík þegar Brasilía vann HM U17 á heimavelli
Lazaro var hetja Brasilíu.
Lazaro var hetja Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Brasilía varð heimsmeistari U17 landsliða í fjórða sinn í nótt með 2-1 sigri gegn Mexíkó í úrslitaleik. Brasilíumenn voru gestgjafar mótsins og fengu bikarinn afhendan frá goðsögnunum Cafu og Ronaldo eftir leiki.

Lazaro, leikmaður Flamengo, reyndist hetjan annan leikinn í röð. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma en hann skoraði einnig sigurmark Brasilíu gegn Frakklandi í lok undanúrslitaleiks liðanna.

Bryan Gonzalez kom Mexíkó yfir í seinni hálfleik í nótt en Kaio Jorge jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu. Sigurmak Lazaro gerði það að verkum að Brasilía vann 2-1 en markið má sjá hér að neðan.

Allir leikmenn Brasilíu spila í heimalandinu. Frakkar tóku bronsið á mótinu með 3-1 sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Arnaud Kalimuendo-Muinga, leikmaður PSG, skoraði þrennu.


Athugasemdir
banner
banner