Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 18. nóvember 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Ana Cate í þjálfarateymi Breiðabliks
Ana Victoria Cate verður styrktarþjálfari Breiðabliks
Ana Victoria Cate verður styrktarþjálfari Breiðabliks
Mynd: Heimasíða Breiðabliks
Ana Victoria Cate hefur verið ráðin inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Ana Victoria kom til Íslands árið 2014 og spilaði með FH, Stjörnunni, HK/Víkingi og KR áður en hún lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Á þessum tíma spilaði hún 72 leiki í efstu deild og skoraði 16 mörk en þá lék hún einnig í sex ár með landsliði Nicaragua.

Ana er menntaður íþróttafræðingur auk þess sem hún er með einkaþjálfararéttindi og hefur menntað sig töluvert á sviði styrktarþjálfunar.

Hún var styrktarþjálfari Stjörnunnar 2017 og 2018 ásamt því að sinna starfi styrktarþjálfara hjá HK/Víkingi 2019 samhliða því að spila.

Nú er hún mætt í þjálfarateymi Breiðabliks og verður hún styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner