Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. desember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bikarúrslitaleikur hjá Al Arabi - Stærsti leikur liðsins í 27 ár
Mynd: Qatar Football - Twitter
Al Arabi mætir klukkan 16:00 í dag liði Al Sadd í bikarúrslitaleik í Katar.

Leikið er í Amir-bikarkeppninni en liðin mættust í öðrum bikarúrslitaleik fyrr á árinu og þá vann Al Sadd.

Al Sadd er stýrt af Xavi Hernandez, fyrrum leikmanns Barcelona. Liðið er í toppsætinu í deildinni. Al Arabi er stýrt af Heimi Hallgrímssyni og liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. Freyr Alexandersson er kominn inn á þjálfarateymi Al Arabi og Bjarki Már Ólafsson er einnig í teyminu. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er leikmaður Al Arabi.

Í færslu Stuðningsmannaklúbbs Al Arabi á Íslandi segir að leikurinn sé sá stærsti hjá félaginu í 27 ár. Þar má einnig nálgast hlekk þar sem hægt er að horfa á leikinn.

Í umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær var velt þeim möguleika fyrir sér hvort Heimir Hallgrímsson yrði ekki áfram þjálfari Al Arabi ef illa fer í dag.


Athugasemdir
banner
banner