Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. desember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xavi vanmetur ekki Al Arabi: Ekki satt að við séum líklegri
Xavi. Hinn eini sanni.
Xavi. Hinn eini sanni.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla.
Santi Cazorla.
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez stýrir sínum mönnum í Al Sadd gegn Heimi Hallgrímssyni og hans lærisveinum í Al Arabi í bikarúrslitaleik klukkan 16:00 í dag.

Al Sadd er í toppsæti deildarinnar á þessum tímapunkti á meðan Al Arabi er í næstneðsta sæti. Al Sadd er álitið talsvert líklegra liðið til sigurs fyrir leikinn og vann liðið úrslitaleik gegn Al Arabi fyrr á árinu.

„Við erum á frábæru skriði og ég býst við góðri frammistöðu frá mínu liði. Allir halda að við séum líklegri en það er ekki satt. Þetta verður erfiður og flókinn leikur á morgun. Úrslitaleikur getur orðið allt öðruvísi en aðrir leikir, fullur af spennu," sagði Xavi á blaðamannafundi í gær.

Santi Cazorla er einn albesti leikmaður deildarinnar en hann gekk í raðir Al Sadd fyrr á þessu ári. Hann fór illa með Al Arabi í úrslitaleik fyrr á þessu ári og þarf Heimir að finna svör gegn þessum fyrrum leikmanni Arsenal. Xavi hélt áfram:

„Þetta er sögulegur leikur fyrir þá og einnig fyrir okkur. Þeir hafa ekki unnið titil í mörg ár og verða extra vel stemmdir á að gera vel í úrslitaleiknum. Ef einhver heldur að Al Sadd mun vinna auðveldlega þá skilja þeir ekki fótbolta. Þeir verða klárir í að finna hindranir og setja þær í veg okkar."

Eins og fyrr segir er Al Sadd í toppsætinu. Nítján stigum neðar situr Al Arabi sem hefur farið illa af stað á nýrri leiktíð í deildinni.

„Við erum stoltir að vera komnir hingað og við vonumst til að geta haldið áfram að spila eins og í deildinni. Við erum spenntir fyrir því að vinna fyrir stuðningsmenn okkar. Þetta verður öðruvísi en í deildinni. Staðan í deildinni hefur enga þýðingu á morgun. Þetta verður eins og stríð. Þessi extra orka sem leikmenn koma með inn í leikinn getur hjálpað þeim. Ég er ánægður að við erum að spila vel á þessum tímapunkti en við verðum að sýna það á morgun."

„Ég get einungis valið ellefu leikmenn og það verður erfitt að velja liðið. Allir eru að standa sig vel á æfingum og í leikjum. Ég mun vorkenna þeim leikjum sem verða ekki í liðinu því allir eiga skilið að spila þennan leik,"
sagði Xavi aðspurður út í breiddina á hópnum.

Síðasta spurning var út í leikvanginn Al Rayyan sem byggður var fyrir HM í Katar (2022).

„Katar er að gera flotta hluti til að halda HM 2022. Þetta er stórkostlegur leikvangur og við erum spenntir að spila hér. Það að stuðningsmenn verða til staðar sýnir að Katar hefur gert vel í að stjórna baráttunni við Covid. Það gefur okkur auka kraft að spila fyrir framan stuðningsmenn," sagði Xavi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner