Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   sun 19. janúar 2025 08:55
Elvar Geir Magnússon
Nýtt sjónarhorn á mark Arsenal gerir út um deilur
Arsenal missti niður tveggja marka forystu og gerði 2-2 jafntefli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark var dæmt af Arsenal í lok leiks, sem hefði verið sigurmarkið, eftir að boltinn fór í hendi Kai Havertz og í markið.

Atvikið hefur valdið miklum umræðum en ýmsir stuðningsmenn Arsenal hafa haldið því fram að dómurinn hafi verið rangur. Nýtt sjónarhorn er hinsvegar óyggjandi sönnun þess að VAR dómararnir gerðu rétt með því að dæma markið af.

Boltinn fór af hendi Kai Havertz og í markið og í knattspyrnureglunum stendur:

„Það telst leikbrot ef leikmaður skorar í mark mótherjanna rakleitt með snertingu handarinnar/handleggsins, jafnvel þó óviljandi sé, eða strax eftir að boltinn snerti hönd/handlegg hans, jafnvel þó óviljandi sé."

Arsenal var með öll völd á leiknum og tveimur mörkum yfir en missti hann úr höndunum. Liðið er nú sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner