Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 15:44
Kári Snorrason
Brahim Díaz biður þjóðina afsökunar - „Svíður í sálinni“
Díaz biður marokkósku þjóðina afsökunar eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu í úrslitaleik Afríkukeppninnar.
Díaz biður marokkósku þjóðina afsökunar eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu í úrslitaleik Afríkukeppninnar.
Mynd: EPA
Díaz tók svokallað Panenka víti.
Díaz tók svokallað Panenka víti.
Mynd: EPA
Brahim Díaz hefur beðið marokkósku þjóðina afsökunar eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu á 24. mínútu framlengingar í úrslitaleik Afríkukeppninnar.

Díaz sótti vítaspyrnuna sjálfur en dómurinn var afar umdeildur og gekk senegalska liðið af velli til þess að mótmæla honum. Eftir langa bið sneri liðið aftur á völlinn og gat Díaz loks tekið spyrnuna.

Díaz hefði getað tryggt Marakkó sigurinn, en hann tók svokallaða Panenka vítaspyrnu sem Édouard Mendy, markvörður Senegal, greip. Í kjölfarið var flautað til loka venjulegs leiktíma og haldið til framlengingar þar sem Senegal hafði betur. Sjáðu dóminn og vítaspyrnuna.

Díaz hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa ákveðið að taka Panenka spyrnu en hann hefur nú gefið út tilkynningu á samfélagsmiðlum sínum og segir þar að honum svíði í sálinni.

Færsla Díaz:
Mig svíður í sálinni. Mig dreymdi um þennan titil þökk sé allri þeirri ást sem þið hafið sýnt mér, hverjum skilaboðum, hverri stuðningsyfirlýsingu sem fékk mig til að finna að ég væri ekki einn. Ég barðist með öllu sem ég átti og með hjartað að vopni.

Í gær brást mér bogalistin og ég tek fulla ábyrgð á því og biðst innilega afsökunar.

Það mun taka mig tíma að jafna mig, því þetta sár grær ekki auðveldlega. Ekki vegna mín, heldur vegna allra þeirra sem trúðu á mig og allra þeirra sem þjáðust með mér.

Ég mun halda áfram þar til ég get einn daginn endurgoldið alla þessa ást og orðið marokkósku þjóðinni til sóma.




Athugasemdir
banner
banner