Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mán 19. febrúar 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Birmingham í leyfi af heilsufarsástæðum
Tony Mowbray stjóri Birmingham er kominn í leyfi frá störfum þar sem hann þarf að gangast undir læknismeðferð. Félagið hefur tilkynnt þetta en Mowbray verður frá störfum í sex til átta vikur.

Mowbray, sem er 60 ára gamall. segir að í heilsufarsskoðun hafi komið í ljós að hann þyrfti að gangast undir læknismeðferð. Ekki er þó sagt hvað sé að hrjá hann.

Aðstoðarmaður Mowbray, Mark Venus, heldur um stjórnartaumana næstu vikurnar.

„Félagið hefur sýnt mér og minni fjölskyldu magnaðan stuðning og fyrir það erum við þakklát," segir Mowbray.

Birmingham hefur unnið fjóra leiki, tapað þremur og gert eitt jafntefli í átta leikjum síðan Mowbray tók við í janúar eftir að Wayne Rooney var rekinn.

Birmingham er í 15. sæti Championship-deildarinnar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 16 11 4 1 43 15 +28 37
2 Middlesbrough 16 8 6 2 19 13 +6 30
3 Stoke City 16 8 4 4 21 10 +11 28
4 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
5 Preston NE 16 7 5 4 21 16 +5 26
6 Hull City 16 7 5 4 26 24 +2 26
7 Millwall 16 7 5 4 17 20 -3 26
8 Ipswich Town 15 6 6 3 26 16 +10 24
9 Birmingham 16 7 3 6 21 17 +4 24
10 Derby County 16 6 6 4 20 19 +1 24
11 Charlton Athletic 16 6 5 5 17 17 0 23
12 Leicester 16 5 7 4 18 16 +2 22
13 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
14 Watford 16 5 6 5 19 18 +1 21
15 Southampton 16 5 6 5 23 22 +1 21
16 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
17 QPR 16 5 5 6 17 23 -6 20
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Swansea 16 4 5 7 15 22 -7 17
20 Portsmouth 16 3 6 7 12 20 -8 15
21 Oxford United 16 3 5 8 16 22 -6 14
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 16 2 3 11 14 24 -10 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner