Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 19. mars 2021 09:00
Victor Pálsson
Joe Ledley í ensku fjórðu deildina
Joe Ledley, fyrrum leikmaður Crystal Palace og Cardiff, hefur skrifað undir samning við Newport County á Englandi.

Þetta var staðfest í gær en Ledley kemur til Newport eftir dvöl hjá Newcastle Jets í Ástralíu.

Ledley er nafn sem margir kannast við en hann er landsliðsmaður Wales og lék lengi í efstu deild Englands.

Hann á að baki 77 landsleiki fyrir Wales og yfir 540 keppnisleiki á ferlinum.

Ledley mun nú spila í fjórðu efstu deild Englands en hann lék síðast í úrvalsdeildinni með Palace árið 2017.
Athugasemdir
banner