Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að Alejandro Garnacho hafi beðið sig afsökunar á að hafa 'lækað' við færslu á samfélagsmiðli þar sem skipting hans gegn Bournemouth var gagnrýnd.
„Alejandro er ungur leikmaður sem á margt eftir ólært. Hann baðst afsökunar og við horfum svo fram veginn," segir Ten Hag.
„Alejandro er ungur leikmaður sem á margt eftir ólært. Hann baðst afsökunar og við horfum svo fram veginn," segir Ten Hag.
Garnacho var skipt af velli í hálfleik þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli gegn Bournemouth. Argentínumaðurinn ungi var greinilega ekki par sáttur við það en eftir leik setti hann 'læk' við færslur á X (áður Twitter) þar sem Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var gagnrýndur fyrir skiptinguna. Garnacho var fljótur að draga 'lækin' til baka svo.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður Man Utd lendir í vandræðum vegna notkunar á samfélagsmiðlum, en fyrr á tímabilinu var Jadon Sancho settur í frystinn eftir að hann sakaði Ten Hag um lygar með færslu á X.
Manchester United mætir Coventry City í undanúrslitum FA-bikarsins á sunnudaginn.
Athugasemdir