De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 19. apríl 2025 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Aston Villa gekk frá Newcastle í seinni hálfleik
Mynd: EPA
Aston Villa 4 - 1 Newcastle
1-0 Ollie Watkins ('1 )
1-1 Fabian Schar ('18 )
2-1 Ian Maatsen ('64 )
3-1 Dan Burn ('73 , sjálfsmark)
4-1 Amadou Onana ('75 )

Aston Villa komst yfir eftir hálfa mínútu. Ollie Watkins átti skot sem fór af Fabian Schar og í netið. Stuttu síðar var Watkins aftur í fær en hann negldi boltanum í tréverkið.

Fabian Schar var heppinn að vera áfram inn á þegar hann braut á Watkins þegar hann var að sleppa í gegn. Schar jafnaði metin stuttu síðar með marki af stuttu færi.

Eftir rúmlega klukkutíma leik tæklaði Boubacar Kamara Bruno Guimaraes og sá síðarnefndi var ekki sáttur með að fá ekki víti. Strax í næstu sókn kom Ian Maatsen Aston Villa yfir eftir laglega sókn.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíima var Dan Burn fyrir því óláni að skora sjálfsmark og stuttu síðar bætti Amadou Onana við fjórða markinu og innsiglaði sigur Aston Villa.

Aston Villa fer upp í 6. sæti með 57 stig, tveimur stigum á eftir Newcastle sem situr í 3. sæti. Þá er Villa með jafn mörg stig og Nottingham Forest sem situr í 5. sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner