Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   lau 19. apríl 2025 23:04
Jakob Örn Heiðarsson
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Risa hrós á KR! þetta er miklu betra lið en við mættum fyrir ári síðan. Miklu betri í að stýra leikjum, náttúrlega með frábæran þjálfara. Þetta er lið sem sækir mikið inn í hálfsvæðin og er bara með fullt af hlaupum. En það getur enginn labbað út af vellinum í dag, hvort sem það er KR-ingur eða KÁ-leikmaður, niðurlútur. Mér fannst bæði lið koma í þennan leik til að spila sinn leik. Auðvitað voru KR-ingar miklu betri en við, en það er skemmtilegt að mæta svona liði eins og í dag." Sagði Kristinn Aron, þjálfari KÁ, eftir stórt tap gegn KR fyrr í dag í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Ég held að þetta sýni strákunum í liðinu að ef þeir geta spilað sig út úr pressu á móti liði eins og KR, þá geta þeir gert það á móti liðum á okkar styrkleikastigi. Vissulega gefum við þeim 2–3 mörk í leiknum, en ég er miklu sáttari við að tapa stórt á eigin forsendum, með því að fara inn í þennan leik og reyna að spila fótbolta í 90 mínútur heldur en að fara inn í leikinn á þeim forsendum að reyna skaðaminnka með því að leggjast í lávörn og vona það besta."

KÁ er rétt að byrja sitt tímabil, en fjórða deildin hefst ekki fyrr en 7. maí næstkomandi. KÁ leikur sinn fyrsta leik þann 10. maí þegar liðið fær KFS í heimsókn. Kristinn er vongóður fyrir sumarið.

"Við erum með markmið, okkur langar að vera eitt af þessum liðum sem fer upp úr fjórðu deildinni í sumar. Við höfum unnið mjög markvisst að því í vetur og okkur hefur gengið vel. Frammistaðan okkar í dag var mjög góð, þrátt fyrir að tapið hafi verið stórt. Ef við spilum svona gegn liðum í okkar styrkleika, þá má alveg búast við að lið lendi í vandræðum á móti okkur í sumar."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner