Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 19. apríl 2025 23:04
Jakob Örn Heiðarsson
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Risa hrós á KR! þetta er miklu betra lið en við mættum fyrir ári síðan. Miklu betri í að stýra leikjum, náttúrlega með frábæran þjálfara. Þetta er lið sem sækir mikið inn í hálfsvæðin og er bara með fullt af hlaupum. En það getur enginn labbað út af vellinum í dag, hvort sem það er KR-ingur eða KÁ-leikmaður, niðurlútur. Mér fannst bæði lið koma í þennan leik til að spila sinn leik. Auðvitað voru KR-ingar miklu betri en við, en það er skemmtilegt að mæta svona liði eins og í dag." Sagði Kristinn Aron, þjálfari KÁ, eftir stórt tap gegn KR fyrr í dag í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Ég held að þetta sýni strákunum í liðinu að ef þeir geta spilað sig út úr pressu á móti liði eins og KR, þá geta þeir gert það á móti liðum á okkar styrkleikastigi. Vissulega gefum við þeim 2–3 mörk í leiknum, en ég er miklu sáttari við að tapa stórt á eigin forsendum, með því að fara inn í þennan leik og reyna að spila fótbolta í 90 mínútur heldur en að fara inn í leikinn á þeim forsendum að reyna skaðaminnka með því að leggjast í lávörn og vona það besta."

KÁ er rétt að byrja sitt tímabil, en fjórða deildin hefst ekki fyrr en 7. maí næstkomandi. KÁ leikur sinn fyrsta leik þann 10. maí þegar liðið fær KFS í heimsókn. Kristinn er vongóður fyrir sumarið.

"Við erum með markmið, okkur langar að vera eitt af þessum liðum sem fer upp úr fjórðu deildinni í sumar. Við höfum unnið mjög markvisst að því í vetur og okkur hefur gengið vel. Frammistaðan okkar í dag var mjög góð, þrátt fyrir að tapið hafi verið stórt. Ef við spilum svona gegn liðum í okkar styrkleika, þá má alveg búast við að lið lendi í vandræðum á móti okkur í sumar."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner