Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   lau 19. apríl 2025 16:48
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Skoraði þrennu í tapi gegn Barcelona
Raphinha reyndist hetja Börsunga
Raphinha reyndist hetja Börsunga
Mynd: EPA
Þrenna Borja Iglesias dugði ekki Celta Vigo
Þrenna Borja Iglesias dugði ekki Celta Vigo
Mynd: EPA
Topplið Barcelona vann dramatískan 4-3 sigur á Celta Vigo í 32. umferð La Liga á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í dag.

Ferran Torres kom Börsungum á bragðið á 12. mínútu en það var Borja Iglesias, 32 ára framherji, Celta Vigo sem tók málin í sínar hendur eftir það.

Hann jafnaði metin á 15. mínútu og skoraði síðan tvö mörk á tíu mínútum snemma í síðari til þess að fullkomna þrennu sína.

Barcelona-liðið fór ekki í neina uppgjöf. Dani Olmo minnkaði muninn á 64. mínútu og jafnaði Raphinha metin fjórum mínútum síðar.

Undir lok leiksins fékk Barcelona vítaspyrnu er Olmo var tekinn niður í teignum og skoraði Raphinha sigurmarkið sem kom Börsungum í sjö stiga forystu í titilbaráttunni.

Rayo Vallecano og Valencia gerðu 1-1 jafntefli fyrr í dag.

Cesar Tarrega setti boltann í eigið net rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Valencia jafnaði með marki Umar Sadiq fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Vallecano er í 9. sæti með 41 stig á meðan Valencia er í 14. sæti með 38 stig.

Barcelona 4 - 3 Celta
1-0 Ferran Torres ('12 )
1-1 Borja Iglesias ('15 )
1-2 Borja Iglesias ('52 )
1-3 Borja Iglesias ('62 )
2-3 Dani Olmo ('64 )
3-3 Raphinha ('68 )
4-3 Raphinha ('90 , víti)

Rayo Vallecano 1 - 1 Valencia
1-0 Cesar Tarrega ('45 , sjálfsmark)
1-1 Umar Sadiq ('75 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner