Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Chicharito nálgast met - Skorar bara inn í teig
Chicharito.
Chicharito.
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, framherji West Ham, skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Brighton um helgina.

Chicharito, eins og hann er kallaður, er núna búinn að skora samtals 53 mörk í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United og West Ham.

Ekkert af þessum mörkum hefur komið fyrir utan vítateig en Mexíkóinn kann best við sig inn í teignum.

Hann þarf nú einungis að skora þrjú mörk til viðbótar til að jafna met Tim Cahill yfir þá leikmenn sem hafa einungis skorað innan vítateigs í ensku úrvalsdeildinni.

Listann má finna hér að neðan en á honum er einnig Gabriel Jesus framherji Manchester City.

Flest mörk án þess að skora fyrir utan vítateig
56 Tim Cahill Everton
53 Javier Hernandez Manchester United/West Ham
41 John Terry Chelsea
38 David Unsworth Everton/West Ham/ Portsmouth/Wigan
37 Kevin Doyle Reading/Wolves
33 Iain Dowie Southampton/West Ham/Crystal Palace
33 Ashley Ward Derby/Barnsley/Bradford
28 Carl Cort Wimbledon/Newcastle/Wolves
28 Gabriel Jesus Manchester City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner