Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 18:40
Haraldur Örn Haraldsson
Alexander Rafn til Nordsjælland næsta sumar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alexander Rafn Pálmason leikmaður KR fer til FC Nordsjælland sumarið 2026, en það kemur fram í fréttatilkynningu frá KR. Hann skrifar undir þriggja ára samning, en ástæðan fyrir því að hann fer ekki strax er sú að leikmenn þurfa að vera orðnir 16 ára gamlir til þess að skipta yfir í erlent lið.


Alexander er yngsti leikmaður og markaskorari í sögu efstu deildar, en hann hefur spilað 15 meistaraflokks leiki fyrir KR og skorað í þeim fjögur mörk. Einnig hefur hann spilað átta leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Alexander mun því spila áfram með KR út þetta tímabil og fyrri hluta næsta tímabils.


Athugasemdir
banner