Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   þri 19. ágúst 2025 21:30
Haraldur Örn Haraldsson
Önnur umferð deildabikarsins orðin ljós - Jason Daði og félagar fá United í heimsókn
Mynd: Grimsby

Loka leikur enska deildabikarsins fór fram í kvöld þar sem Tranmere tapaði fyrir íslendingaliðinu Burton í vítaspyrnukeppni. Það er því ljóst hvaða lið munu mætast í annari umferð bikarsins.


Þetta er umferðin sem hluti af ensku úrvalsdeildarliðunum bætast við í keppnina, meðal annars Manchester United en þeir munu fara til Grimsby, en Jason Daði Svanþórsson er leikmaður þeirra. Sunderland fær Huddersfield í heimsókn, Burnley fær Derby í heimsókn, Everton fær Mansfield, Leeds fer til Sheffield Wednesday, Fulham fær Bristol City, Wolves og West Ham mætast, og Bournemouth fær Brentford.

26. ágúst

Birmingham - Port Vale

Accrington - Doncaster

Sunderland - Huddersfield

Preston - Wrexham

Wigan - Stockport County

Stoke - Bradford City

Burnley - Derby

Sheffield Wednesday - Leeds

Norwich - Southampton

Reading - AFC Wimbledon

Cardiff - Cheltenham

Millwall - Coventry

Wolves - West Ham

Barnsley - Rotherham

Swansea - Plymouth

Bromley - Wycombe

Cambridge United - Charlton

Bournemout - Brentford

27. ágúst

Burton - Lincoln

Everton - Mansfield

Grimsby - Manchester United

Fulham - Bristol City

Oxford United - Brighton


Athugasemdir
banner