Dæma Skagamenn niður
Útlitið er dökkt fyrir ÍA sem er á botni Bestu deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru í skiptingu.
Á meðan önnur lið í kringum þá hafa verið að sækja stig, þá hefur ÍA aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum.
Á meðan önnur lið í kringum þá hafa verið að sækja stig, þá hefur ÍA aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum.
„Þeir eru rosalega lélegir í fótbolta, því miður," sagði Tómas Þór Þórðarson um ÍA í Innkastinu á dögunum.
„Ef að Rúnar Már Sigurjónsson er ekki þarna inn á að stýra miðjunni og þræða boltanum í gegn, þá veit ég ekki hvað þeir ætla að gera."
„Þetta var einhver mesti 90s fótbolti... fyrir utan þegar Rúnar fékk hann og var að reyna að búa eitthvað til. Hann er ekkert eðlilega góður og ef hann væri í einhverju betra liði þá værum við að tala um hann í svo háum hæðum. Hann nær bara ekki að blómstra í þessu liði," sagði Tómas og bætti við:
„Þeir voru bara að dúndra fram í von um að Oliver (Ekroth) myndi lenda í því sama og hann lenti í á móti Sigurði Bjarti um daginn, Sveinn Gísli myndi gera mistök eða einhver myndi missa hann á miðjunni - þessi mörk sem Víkingur hefur verið að fá á sig. Þetta voru neglur fram og vona það besta. Ég veit ekki hvernig ÍA ætlar að vinna fótboltaleiki."
Það er ekki útilokað að ÍA haldi sér uppi en möguleikinn er alls ekki góður.
„Þeir eru fallnir," sagði Tómas Þór og var Valur Gunnarsson svo gott sem sammála því. „Þetta er orðið helvíti erfitt."
„Eigum við ekki að dæma þá niður?" spurði Elvar Geir Magnússon og var því svarað játandi.
Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir