Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 11:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Enda alltaf á að vinna mig inn aftur og sýni að ég sé bestur á landinu"
Ingvar Jónsson á að baki átta landsleiki, hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014, fór svo út í atvinnumennsku og sneri aftur heim fyrir tímabilið 2020.
Ingvar Jónsson á að baki átta landsleiki, hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014, fór svo út í atvinnumennsku og sneri aftur heim fyrir tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann mun spila hverja einustu mínútu sem eftir verður," sagði Tómas Þór Þórðarson, stuðningsmaður Víkings, í Innkastinu, þar sem 19. umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.

Ingvar Jónsson sneri aftur í byrjunarlið Víkings á sunnudag eftir að hafa tekið út eins leiks bann og setið svo fimm leiki á bekknum fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson. Víkingur vann langþráðan deildarsigur á Akranesi, fyrsta sigurinn síðan 29. júni. Ingvar ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Auðvitað er það mín skoðun er að ég vilji vera í markinu, en ég var búinn að vera aðeins meiddur; Pálmi fékk sénsinn, svo fékk ég rauða spjaldið og Pálmi stóð sig vel. Þjálfarateymið tekur þessa ákvörðun, ég hef ekkert með það að segja og þarf enga útskýringu á því. Ég reyni að styðja við liðfélagana, hjálpa þá annars staðar. Ég veit ekki hvort ég sé of góður gaur, hvort það sé of létt að bekkja mig, Sölvi er ekki fyrsti maðurinn til að taka þá ákvörðun að bekkja mig. En ég enda alltaf á að vinna mig inn aftur og sýni að ég sé bestur á landinu."

„Ég er ekkert að hugsa um framtíðina, hefði ég verið nokkrum árum yngri... það hefði verið mjög auðvelt að fara í fýlu og óska eftir því að fá að fara, en það hefði bara smitað út frá sér inn í hópinn. Ég er ekki þannig leikmaður, ég er liðsmaður, reyni að gera mitt til að hjálpa Víkingi að ná í fleiri titla því ég veit að við getum það. Svo kemur það bara í ljós, ég undirbý mig bara þannig eins og ég sé að fara spila alla leiki,"
segir Ingvar.

Ingvar kom í Víking fyrir tímabilið 2020. Hann hefur unnið fimm stóra titla á sínum tíma hjá Víkingi. Samkvæmt Transfermarkt hefur hann spilað 161 leik með Víkingi, fengið á sig 179 mörk og haldið hreinu 55 sinnum. Tímabilið 2021 var hann talsvert á bekknum en kom inn í liðið í 17. umferð og Víkingur endaði á því að vinna síðustu sex leiki tímabilsins og vinna deildina.
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 19 7 4 8 28 - 26 +2 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
10.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner
banner
banner