Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfall fyrir Fylki - Ragnar Bragi sleit krossband í gær
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kjölfarið á frábærum 4-0 sigri gegn Keflavík urðu Fylkismenn fyrir áfalli þegar ljóst varð að Ragnar Bragi Sveinsson hafði slitið krossband í leiknum.

Fyrirliði Fylkis staðfestir tíðindin í samtali við Fótbolta.net. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu leiksins þegar hann festi sig í gervigrasinu í Árbænum. Hann var sárþjáður og var borinn af velli.

Það er ljóst að Ragnar Bragi spilar ekki meira með Fylki á þessu tímabili og ekki fyrr en eitthvað verður liðið á næsta ár.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 1-0 fyrir Fylki í gær. Liðsfélagar Ragnars bættu við þremur mörkum í seinni hálfleik og unnu langþráðan sigur. Fjórar umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og Fylkir er á botninum, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 18 10 7 1 42 - 19 +23 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    Þróttur R. 18 10 5 3 36 - 28 +8 35
4.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir
banner
banner