Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   þri 19. ágúst 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn í dag - Real Madrid mætir til leiks
Mynd: EPA
Real Madrid mætir til leiks í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið fær Osasuna í heimsókn.

Það er áhugavert tímabil framundan hjá Real Madrid en það eru áhugaverðar breytingar á hópnum og svo er Xabi Alonso tekinn við af Carlo Ancelotti.

Trent Alexander-Arnold gekk til liðs við félagið frá Liverpool og Dean Hujisen frá Bournemouth. Þá fékk liðið spennandi leikmann að nafni Franco Mastantuono frá River Plate.

Real Madrid ætlar sér alltaf titilinn en liðið tapaði baráttunni við Barcelona á síðustu leiktíð.

þriðjudagur 19. ágúst

Spánn: La Liga
19:00 Real Madrid - Osasuna

Athugasemdir
banner
banner