
Í hádeginu var haldinn kynningarfundur fyrir bikarúrslitaleik karla, leik Vals og Vestra sem fram fer á föstudagskvöld á Laugardalsvelli. Fótbolti.net ræddi við þjálfara og fyrirliða liðanna.
Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, var spurður út í stöðuna á markverðinum Frederik Schram en hann var ekki í leikmannahópi Vals í 4-1 tapinu gegn ÍBV í gær. Hver var ástæðan fyrir því að Frederik var ekki með?
„Hann var stífur í bakinu daginn fyrir leik. Hann æfði og við áttum von á því að hann yrði klár í leikinn en á leikdegi var hann ekki 100% og við ákváðum að taka ekki neina sénsa. Ég býst ekki við öðru en að hann verði klár á föstudaginn. Hann er betri í dag, þetta er ekki neitt nýtt og hann hefur spilað nokkra leiki með verk í bakinu," segir Túfa.
Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, var spurður út í stöðuna á markverðinum Frederik Schram en hann var ekki í leikmannahópi Vals í 4-1 tapinu gegn ÍBV í gær. Hver var ástæðan fyrir því að Frederik var ekki með?
„Hann var stífur í bakinu daginn fyrir leik. Hann æfði og við áttum von á því að hann yrði klár í leikinn en á leikdegi var hann ekki 100% og við ákváðum að taka ekki neina sénsa. Ég býst ekki við öðru en að hann verði klár á föstudaginn. Hann er betri í dag, þetta er ekki neitt nýtt og hann hefur spilað nokkra leiki með verk í bakinu," segir Túfa.
Miðjumaðurinn Aron Jóhannsson var heldur ekki í hópnum í Vestmannaeyjum.
„Aron fékk olnbogaskot í rifbeinið á móti Breiðabliki. Hann var mjög slæmur eftir það og fékk ekki að æfa neitt. Hann tók æfingu í morgun og vonandi verður hann klár á föstudaginn."
Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um leikinn framundan gegn Vestra og við hverju má búast í þessum úrslitaleik.
Athugasemdir