Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mán 18. ágúst 2025 13:29
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hádeginu var haldinn kynningarfundur fyrir bikarúrslitaleik karla, leik Vals og Vestra sem fram fer á föstudagskvöld á Laugardalsvelli. Fótbolti.net ræddi við þjálfara og fyrirliða liðanna.

Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, var spurður út í stöðuna á markverðinum Frederik Schram en hann var ekki í leikmannahópi Vals í 4-1 tapinu gegn ÍBV í gær. Hver var ástæðan fyrir því að Frederik var ekki með?

„Hann var stífur í bakinu daginn fyrir leik. Hann æfði og við áttum von á því að hann yrði klár í leikinn en á leikdegi var hann ekki 100% og við ákváðum að taka ekki neina sénsa. Ég býst ekki við öðru en að hann verði klár á föstudaginn. Hann er betri í dag, þetta er ekki neitt nýtt og hann hefur spilað nokkra leiki með verk í bakinu," segir Túfa.

Miðjumaðurinn Aron Jóhannsson var heldur ekki í hópnum í Vestmannaeyjum.

„Aron fékk olnbogaskot í rifbeinið á móti Breiðabliki. Hann var mjög slæmur eftir það og fékk ekki að æfa neitt. Hann tók æfingu í morgun og vonandi verður hann klár á föstudaginn."

Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um leikinn framundan gegn Vestra og við hverju má búast í þessum úrslitaleik.
Athugasemdir
banner
banner