AC Milan hefur ákveðið að hætta við Rasmus Höjlund, sóknarmann Manchester United.
Milan er núna að ganga frá láni á Victor Boniface frá Bayer Leverkusen með kaupmöguleika upp á 26 milljónir punda. Það er Sky á Ítalíu sem greinir frá þessu.
Milan er núna að ganga frá láni á Victor Boniface frá Bayer Leverkusen með kaupmöguleika upp á 26 milljónir punda. Það er Sky á Ítalíu sem greinir frá þessu.
Höjlund er ekki inn í myndinni hjá Manchester United eftir að Benjamin Sesko var keyptur til félagsins. Hann var utan hóps í fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal.
Höjlund var hins vegar ekki sannfærður um Milan sem vildi fá hann á láni með kaupmöguleika.
Milan hefur því núna ákveðið að beina sjónum sínum að Boniface og er það langt á veg komið.
Höjlund hefur einnig verið orðaður við Napoli á Ítalíu.
Athugasemdir