Cole Palmer fann sig ekki þegar Chelsea gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Palmer hefur ekki skorað núna úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í janúar. Tölfræðin hans er ekki sérlega góð á þessum tíma en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í 19 leikjum frá því í byrjun árs.
Palmer hefur ekki skorað núna úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í janúar. Tölfræðin hans er ekki sérlega góð á þessum tíma en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í 19 leikjum frá því í byrjun árs.
Charlie Austin, sem lék lengi sem sóknarmaður í deildinni, var spurður út í þetta á Sky Sports og segir þetta klárlega áhyggjuefni.
„Allt það góða sem Chelsea gerir framarlega á vellinum fer í gegnum Cole Palmer. Þegar þeir eru frábærir, þá er Palmer frábær," sagði Austin.
„Er Enzo Maresca að fá það besta út úr Cole Palmer? Ég veit það ekki."
Athugasemdir