
Dagur Orri Garðarsson hefur átt gott tímabil í Lengjudeildinni með HK, hann er þar á láni frá Stjörnunni. Hann hefur skorað ellefu mörk í deildinni í sumar sem er það næstmesta, einungis Adam Árni Róbertsson í Grindavík hefur skorað fleiri mörk, tólf talsins.
Umræðan um Dag hefur verið á þá leið að hann væri á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, sagði svo í viðtali við Fótbolta.net í gær að Dagur myndi klára tímabilið með HK.
Umræðan um Dag hefur verið á þá leið að hann væri á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, sagði svo í viðtali við Fótbolta.net í gær að Dagur myndi klára tímabilið með HK.
„Dagur verður hérna út tímabilið, hann var frábær í dag ásamt öllum öðrum," sagði Hemmi sem var orðinn þreyttur á spurningum um framtíð Dags.
Dagur er samningsbundinn Stjörnunni og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þrjú félög úr Bestu deildinni sett sig í samband og óskað eftir því að fá að ræða við Dag. Ekki er útilokað að hann framlengi við Stjörnuna.
Fótbolti.net fjallaði um að KR hefði áhuga á því að fá hann í sínar raðir og Hrafnkell Freyr Ágústsson sagði í Dr. Football í gær að Valur og Vestri hefðu einnig áhuga.
Dagur er framherji sem verður tvítugur í næstu viku.
Athugasemdir