Alexander Isak leikmaður Newcastle vill fara frá félaginu og gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem hann gagnrýndi félagið. Newcastle hefur nú einnig gefið út yfirlýsingu þar sem þeir svara Isak.
Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan.
„Við erum vonsvikin að hafa fengið tilkynningu um færslu frá Alexander Isak á samfélagsmiðlum í kvöld.
Við höfum svarað því skýrt að Alex er enn samningsbundinn og að enginn starfsmaður félagsins hafi nokkurn tímann lofað því að Alex geti yfirgefið Newcastle United í sumar.
Við viljum halda bestu leikmönnum okkar, en við skiljum líka að leikmenn hafa sínar eigin óskir og við hlustum á skoðanir þeirra. Eins og Alex og fulltrúum hans hefur verið útskýrt verðum við alltaf að taka hagsmuni Newcastle United, liðsins og stuðningsmanna okkar til greina í öllum ákvörðunum og við höfum verið skýr um að skilyrði sölu í sumar hafa ekki ræst.
Við sjáum ekki fyrir okkur að þessum skilyrðum verði fullnægt.
Þetta er stolt knattspyrnufélag með stoltar hefðir og við leggjum okkur fram um að viðhalda fjölskyldustemningunni. Alex er áfram hluti af fjölskyldu okkar og verður velkominn aftur þegar hann er tilbúinn að sameinast liðsfélögum sínum.“
???????? BREAKING: Newcastle statement in response to Alexander Isak.
“
We are disappointed to have been alerted to a social media post by Alexander Isak this evening.
We are clear in response that Alex remains under contract and that no commitment has ever been made by a club… pic.twitter.com/mBQuYWdr8R